top of page
First Paintings before 2000

Dúngáll (Halldór Dungal) er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann missti sjónina í slysi árið 2000 og er nú nær alblindur.

Halldór hefur verið að mála myndir frá barnsaldri. Hann sótti m.a. námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur þegar hann var 8 ára. Um tvítugt fór hann svo í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

Segja má að Halldór hafi lifað bóhemísku listamannslífi þar til hann blindaðist. Nú starfar hann á Blindravinnustofunni auk þess sem hann málar í frístundum.

Halldór getur séð fyrir sér liti í huganum og ímyndunaraflið er sterkt. Með góðri skipulagningu nýtist honum þetta til að halda listsköpun sinni áfram, þó hann geti ekki notið verkanna á sama hátt og þeir sem sjá þau berum augum.

Dúngáll

Hope & Art goes together.

Before 2000

bottom of page